„Hann þarf meiri tíma"

Erik Ten hag.
Erik Ten hag. AFP/Ben Stansall

Louis van Gaal telur að landi hans, Erik ten Hag þurfi meiri tíma sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þetta sagði hann í viðtali við Sky Sports.

Enn er óvíst hvort ten Hag muni stýra Manchester United á næsta tímabili en liðið hafnaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni en vann enska bikarinn sem tryggði þeim sæti í Evrópu.

Van Gaal þjálfaði Manchester United á árunum 2014-2016 en var rekinn þrátt fyrir að vinna enska bikarinn. Honum finnst hann hafa átt skilið meiri tíma.

„Ég þurfti sjálfur meiri tíma. Ég vann líka ensku bikarkeppnina og á undan mér vann enginn enska bikarinn í 20 ár. Nú vann Erik (ten Hag) enska bikarinn og náði meistaradeildarsæti á fyrsta ári. Svo mér finnst ekki að það eigi að reka hann, hann þarf meiri tíma,“ sagði van Gaal í viðtali við Sky Sports.

Ekki er alveg rétt að Manchester United hafi ekki unnið enska bikarinn í 20 ár en liðið varð bikarmeistari árið 2004, 12 árum á undan van Gaal vann bikarinn með félaginu árið 2016. 

 Hér fyrir neðan má sjá viðtalið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert