Sancho á förum í sumar

Jadon Sancho í leik með Dortmund.
Jadon Sancho í leik með Dortmund. AFP/Adrian Dennis

Manchester United hefur tekið ákvörðun um að selja Englendinginn Jadon Sancho í sumar, sama hvaða stjóri mun stýra liðinu. Þetta tilkynnir félagskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano á samfélagsmiðlum sínum.

Sancho gekk til liðs við Manchester United árið 2021 frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda en hann hefur aldrei náð sér almennilega á strik hjá enska stórveldinu.   

Sancho fór á lán til Dortmund í janúar og átti hann ágætis lánsdvöl þar. Liðið fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu og tapaði 2:0 gegn Real Madrid.

Manchester United vill fá 40 milljónir punda fyrir Sancho í sumar og hefur Dortmund meðal annars sýnt áhuga.

Hér fyrir neðan má sjá færslu Fabrizio Romano á samfélagsmiðlinum X.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert