Hefur City betur gegn ensku úrvalsdeildinni?

Leikmenn Manchester City fagna enska meistaratitlinum í lok síðasta mánaðar.
Leikmenn Manchester City fagna enska meistaratitlinum í lok síðasta mánaðar. AFP/Darren Staples

Enska knattspyrnufélagið Manchester City býst við því að vinna mál sem það hefur höfðað gegn ensku úrvalsdeildinni.

Á fótboltamiðlinum Football Insider segir að nokkur önnur félög í úrvalsdeildinni hyggist styðja við bakið á Man. City í málflutningi félagsins vegna pirrings sem stafi af hluta af fjárhagsreglum deildarinnar.

Þar segir að forráðamenn félagsins séu vissir um að vinna málið og líti þar til þess að Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, mistókst fyrir nokkrum árum að meina þeim þátttöku í Evrópukeppnum.

Man. City var þá upphaflega úrskurðað í tveggja ára keppnisbann frá Evrópukeppnum í byrjun árs 2020 en Alþjóðaíþróttadómstóllinn sneri dómnum í júlí sama ár.

Telja regluna ólögmæta

For­ráðamenn Man. City vilja meina að hluti af fjár­hags­regl­um deild­ar­inn­ar séu ólög­mæt­ar og þá sér í lagi þær reglur sem snúa að því að óheim­ilt sé að fé­lög fái aug­lýs­inga­tekj­ur frá fyr­ir­tækj­um sem eig­end­ur þeirra eiga.

Eins og sak­ir standa má City t.a.m. ekki hafa aug­lýs­inga­tekj­ur af því að aug­lýsa fyr­ir­tæki í eigu eig­enda fé­lags­ins. Fara for­ráðamenn City fram á að regl­an verði lögð niður þar sem hún sé ólögmæt, sem og að enska úr­vals­deild­in greiði fé­lag­inu skaðabæt­ur vegna tekjum­issis.

Málsmeðferð hófst í dag og er talið að það muni taka um tvær vikur fyrir gerðardóm að komast að niðurstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert