Manchester United og Arsenal fylgjast með

Joshua Zirkzee framherji Bologna.
Joshua Zirkzee framherji Bologna. AFP/Filippo Monteforte

Hollenski knattspyrnumaðurinn Joshua Zirkzee, framherji Bologna, er eftirsóttur maður. 

Zirkzee átti frábært tímabil með Bologna sem hafnaði í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. 

AC Milan hefur sett sig í samband við Zirkzee og er talið líklegast að hann fari þangað. 

Enskir miðlar greina hins vegar frá því að stórfélögin Manchester United og Arsenal hafi bæði áhuga á framherjanum. 

Zirkzee er fáanlegur fyrir 34 miljónir punda en hann er með klásúlu í samningi sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert