Frá United til Monza

Omari Forson er farinn frá Manchester United.
Omari Forson er farinn frá Manchester United. AFP/Ian Kington

Knattspyrnumaðurinn Omari Forson er farinn frá Manchester United þrátt fyrir að stórliðið hafi boðið honum nýjan samning.

Forson valdi frekar að fara til Monza á Ítalíu sem lenti í 12. sæti í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili.

Forson er 19 ára gamall sóknarmaður og fékk hans fyrst tækifæri með United á síðustu leiktíð. Hann spilaði fjóra leiki fyrir United, gegn Arsenal, Manchester City, Fulham og Wolves.

Hann spilaði mest 53 mínútur gegn Fulham en þurfti aðeins fjórar mínútur gegn Úlfunum til þess að leggja upp sigurmarkið í 4:3 markaleik í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert