Fimmfaldi meistarinn framlengir

Sam Kerr hefur framlengt samning sinn við Chelsea til 2026.
Sam Kerr hefur framlengt samning sinn við Chelsea til 2026. Ljósmynd/Chelsea

Sóknarmaðurinn Sam Kerr hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea til 2026. Hún er einn mikilvægasti leikmaður liðsins sem vann deildina í ár.

Hún hefur skorað 99 mörk í 128 leikjum fyrir liðið síðan hún kom árið 2019 og unnið ellefu titla, þar á meðal fimm sinnum unnið deildina.

Hún gat ekki klárað tímabilið í ár en hún sleit krossband í hné í janúar í æfingarferð með liðinu til Marokkó.

Framlenging hennar skiptir félagið miklu máli en Emma Hayes hætti sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir tímabilið og samningur Kerr er sá fyrsti sem skrifað er undir síðan að Sonia Bompastor tók við liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert