Hamrarnir tilkynna brasilíska undrabarnið

Luis Guilherme skrifaði undir hjá West Ham í dag.
Luis Guilherme skrifaði undir hjá West Ham í dag. Ljósmynd/West Ham

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham tilkynnti í dag Luis Guilherme sem nýjan leikmann liðsins en hann kemur þangað frá brasilíska félaginu Palmeiras.

Guilherme er öflugur örfættur sóknarmaður og er fæddur árið 2006. Hann er talin einn efnilegasti leikmaður Brasilíu og gerir fimm ára samning við West Ham.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað 40 leiki fyrir Palmeiras og orðið Brasilískurmeistari. Hann á hefur spilað níu leiki fyrir yngrilandslið Brasilíu og skorað tvö mörk.

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert