Tvö úrvalsdeildarfélög semja við veðmálasíður

Jean-Philippe Mateta og Adam Wharton, leikmenn Crystal Palace.
Jean-Philippe Mateta og Adam Wharton, leikmenn Crystal Palace. AFP/Ian Kington

Knattspyrnufélögin Wolves og Crystal Palace, sem eru í ensku úrvalsdeildinni, hafa skrifað undir samning við veðmálasíður.

Úlfarnir tilkynntu þetta á þriðjudaginn og Palace í gær. Enska knattspyrnusambandið hefur bannað að auglýsa veðmálasíður á treyjum en sú regla tekur ekki gildi fyrr en tímabilið 2026/27.

Palace mun því á næsta tímabili vera með veðmálasíðu framan á treyjunni eins og mörg önnur ensk félög.

Á síðasta tímabili voru nokkur félög með veðmálasíðu framan á treyjunni en í apríl árið 2023 kusu félögin um það að banna það, sem var samþykkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert