Vilja fyrirliða Liverpool til Sádi-Arabíu

Virgil van Dijk er fyrirliði hollenska landsliðsins.
Virgil van Dijk er fyrirliði hollenska landsliðsins. AFP/JOHN THYS

Sádi-Arabíska fótboltafélagið Al-Nassr hefur áhuga á því að fá hinn hollenska Virgil van Dijk í sínar raðir.

Van Dijk er á óskalista liðsins sem vill gera hann að hæst launaða varnarmanni í heimi en hann er þegar með 220 þúsund pund á viku í Liverpool.

Hann er 33 ára gamall og samningur hans við Liverpool rennur úr næsta sumar.

Van Dijk kom til félagsins frá Southampton árið 2018 og tók við fyrirliðabandinu fyrir síðasta tímabil.

Hann er þessa stundina á EM í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert