West Ham sýnir ungum framherja áhuga

West Ham hefur mikinn áhuga á Samu Omorodion
West Ham hefur mikinn áhuga á Samu Omorodion Ljósmynd/Atleticomadrid.com

Enska knattspyrnufélagið West Ham United hefur áhuga á unga Spánverjanum Samu Omorodion, framherja Atletico Madrid.

Omorodion er 20 ára gamall og var á láni hjá Deportivo Alaves á þessu tímabili og skoraði átta mörk í 22 byrjunarliðsleikjum fyrir liðið.

Mörg evrópsk lið hafa áhuga á Spánverjanum en West Ham er í leit af framherja fyrir næsta tímabil og hefur Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri West Ham, áhuga á að fá Omorodion.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka