Spila ekki utan Lundúna fyrr en í nóvember

Jarrod Bowen og liðsfélagar hans í West Ham United þurfa …
Jarrod Bowen og liðsfélagar hans í West Ham United þurfa ekki mikið að ferðast í upphafi tímabilsins. AFP/Ben Stansall

Niðurröðun leikja tímabilsins 2024-25 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla var birt í morgun og þar vakti athygli að West Ham United muni ekki leika utan Lundúna fyrr en seint og um síðir.

West Ham leikur heimaleiki sína á London Stadium í höfuðborginni og vill svo til að fyrstu fjórir útileikir Hamranna á tímabilinu fara sömuleiðis fram í Lundúnum.

Því hittir það þannig á að West Ham spilar fyrsta leik sinn utan höfuðborgarinnar í Nottingham þegar liðið heimsækir Nottingham Forest í tíundu umferð úrvalsdeildarinnar þann 2. nóvember næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert