Fyrsta viðtal Slot sem stjóri Liverpool

Arne Slot var í hans fyrsta viðtali í dag.
Arne Slot var í hans fyrsta viðtali í dag. Ljósmynd/Liverpool

Arne Slot tók við enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool frá holenska Feyenoord og var í dag í hans fyrsta viðtali sem stjóri liðsins.

„Ég er fullur af orku eftir sumarfríið, spenntur og ég hlakka til að takast á við nýjar áskoranir. Liðið kemur til baka eftir nokkrar vikur og ég hlakka til að byrja á nýju verkefni eftir vel heppnaðan tíma með Feyenoord,“ sagði Slot á heimasíðu Liverpool í dag.

Það er liðin smá tími síðan að þú varst tilkynntur var það viljandi?

„Ég held að það séu nokkrar ástæður fyrir því. Kveðjustund Jurgen Klopp og vegna þess að ég var í fríi en ég er ekki bara að byrja í dag. Ég hef verið í sambandi við gamalt og nýtt starfsfólk og ég hringi nánast daglega í Richard Hughes (íþrótta­stjóra liðsins) vegna þess að við verðum að ræða málin. Þurfum að sjá til þess að liðið sé tilbúið og fái leiki á undirbúningstímabilinu“

Slot tekur við liðinu af Klopp sem gaf honum hvatningu og góð ráð.

„Hann gaf mér meira en nokkur góð ráð. Það sem stóð upp úr var að hann samgleðst mér og að hann sagðist núna vera minn helsti aðdáandi því hann heldur með Liverpool og maður sér það ekki oft. “

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert