Ameríkanar að kaupa Everton

Stuðningsmenn Everton
Stuðningsmenn Everton Ljósmynd/Everton FC

Everton sendi frá sér yfirlýsingu í dag og tilkynnti að Friedkin Group væri í viðræðum um kaup á meirihluta hlutabréfa í félaginu.

Dan Friedkin er stjórnarformaður Friedkin Group en hann er 69 ára gamall Bandaríkjamaður og umsvifamikill í bílasölubransanum í heimalandinu. Friedkin er einnig meirihlutaeigandi Roma á Ítalíu.

Fyrirtækið 777 Partners voru nálægt því að fjárfesta í Everton fyrr á árinu en Úrvalsdeildin stöðvaði yfirtökuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert