Gengur alfarið til liðs við nýliðana

Taylor Harwood-Bellis í leik með Southampton.
Taylor Harwood-Bellis í leik með Southampton. Ljósmynd/southamptonfc.com

Nýliðar Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla hafa fest kaup á Taylor Harwood-Bellis. Var Harwood-Bellis lykilmaður hjá liðinu er hann lék þar á láni frá Manchester City á síðasta tímabili.

Southampton greiðir 20 milljónir punda, jafnvirði 3,6 milljarða króna, fyrir miðvörðinn, sem er 22 ára gamall Englendingur.

Harwood-Bellis átti stóran þátt í því þegar Southampton vann sér inn sæti á meðal þeirra bestu að nýju eftir árs fjarveru á síðasta tímabili. Hafði liðið betur gegn Leeds United í úrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni.

Lék hann alls 46 leiki og skoraði tvö mörk.

Vinstri bakvörðurinn Charlie Taylor hefur einnig samið við Southampton. Kemur hann á frjálsri sölu frá Burnley, sem féll úr úrvalsdeildinni niður í ensku B-deildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert