Toney-lausir Brentford-menn sigruðu

Brentford byrjar tímabilið á sigri.
Brentford byrjar tímabilið á sigri. AFP/Henry Nicholls

Brentford lagði Crystal Palace, 2:1, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.  

Ivan Toney, fyrirliði og lykilleikmaður Brentford, var ekki með í dag en hann hefur verið orðaður við lið eins og Al-Alhi í Sádi-Arabíu 

Bryan Mbeumo kom Brentford yfir á 29. mínútu eftir stoðsendingu frá Yoane Wissa. Staðan 1:0, Crystal Palace í vil í hálfleik.  

Ethan Pinnock varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 56. mínútu og jafna þar með metin, 1:1. 

Wissa skoraði sigurmark Brentford á 76. mínútu. Varnarmaðurinn Nathan Collins átti skot sem Dean Henderson, markvörður Crystal Palace, varði og náði Wissa frákastinu og skoraði af stuttu færi.  

Mörkin urðu ekki fleiri og byrja Toney-lausir Brentford-menn mótið á þremur punktum.   

Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður, var á bekknum hjá Brentford. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka