Aftur skoraði Haaland þrennu

Erling Haaland skorar þriðja markið sitt í kvöld.
Erling Haaland skorar þriðja markið sitt í kvöld. AFP/Henry Nicholls

Manchester City er með fullt hús stiga á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir útisigur á West Ham, 3:1, í þriðju umferðinni í Lundúnum í kvöld.

Norski framherjinn Erling Haaland gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk City og skoraði því þrennu annan leikinn í röð.

Haaland kom City yfir á 10. mínútu en Rubin Dias skoraði sjálfsmark á 19. mínútu, 1:1.

Norðmaðurinn kom City yfir í annað sinn í leiknum á 30. mínútu og gulltryggði síðan sigurinn á 83. mínútu.

Haaland er kominn með sjö mörk í deildinni til þessa, fjórum mörkum meira en næstu menn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert