Kieran Trippier, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Newcastle, vill komast burt frá félaginu.
Það er talkSport sem greinir frá þessu en Trippier, sem 32 ára gamall, hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði liðsins í upphafi tímabilsins.
Hann hefur verið orðaður við félög í Tyrklandi undanfarna daga en félagaskiptaglugganum þar í landi verður lokað þann 13. september.
Trippier gekk til liðs við Newcastle frá Atlético Madrid, í janúar 2022, og á að baki 94 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur 21 til viðbótar.
Fenerbache þykir líklegasti áfangastaður leikmannsins en José Mourinho er knattspyrnustjóri liðsins.