Gamli Arsenal maðurinn tekinn fyrir smygl

Emmanuel-Thomas fagnar marki ásamt Carlos Vela árið 2010.
Emmanuel-Thomas fagnar marki ásamt Carlos Vela árið 2010. AFP/Olly Greenwood

Jay Emmanuel-Thomas, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur verið handtekinn grunaður um smygl á sextíu kílógrömmum af kannabisefnum til Bretlandseyja.

Efnin fundust í ferðatöskum á Stanstead flugvelli sem komu með flugvél frá Bangkok í Taílandi. Tvær konur voru handteknar í kjölfarið og ákærðar fyrir innflutning á ólöglegum efnum en Emmanuel-Thomas var handtekinn og ákærður fyrir að skipuleggja glæpinn.

Emmanuel-Thomas lék ungur að árum fyrir Arsenal og þótti efnilegur leikmaður. Hann á að baki landsleiki fyrir U17 og U19 ára landslið Englands en hefur á ferlinum spilað fyrir meðal annars Ipswich, Aberdeen og QPR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert