Góðar fréttir fyrir Arsenal

Fyrirliði Arsenal gæti snúið aftur fyrr en óttast var.
Fyrirliði Arsenal gæti snúið aftur fyrr en óttast var. AFP/Patrick T. Fallon

Landsliðsþjálfari Noregs, Ståle Solbakken, lét hafa eftir sér að möguleiki væri á að Martin Ødegaard tæki þátt í næsta landsliðsverkefni sem er eftir tæpar fjórar vikur. Óttast var að Ødegaard yrði frá í lengri tíma.

„Við munum undirbúa tvær áætlanir, eina með og eina án Martin,“ sagði Solbakken við NRK í heimalandinu.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, óttaðist að fyrirliðinn yrði frá í einhverja mánuði en ummæli Solbakken benda til að meiðslin væru ekki svo slæm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert