Leikurinn getur þrifist án alls nema leikmanna

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sínum mönnum til.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sínum mönnum til. AFP/Oli Scarff

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að ef einhverjir geti fengið breytingar í gegn þegar kemur að því að minnka leikjaálag séu það leikmennirnir sjálfir.

Á fréttamannafundi í dag var Guardiola spurður út í ummæli leikmanns síns, Rodri, um að leikmenn gætu farið í verkfall verði haldið áfram að bæta við leikjum ofan á þann mikla fjölda leikja sem fyrir er á hæsta stigi knattspyrnunnar.

„Ef eitthvað á að breytast verður breytingin að koma frá leikmönnunum. Leikurinn getur þrifist án eigenda, íþróttastjóra og knattspyrnustjóra en ekki leikmanna.

Fólk er byrjað að ræða þetta út um allan heim, við sjáum hvað gerist,“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert