Markalaust á Selhurst Park

Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United.
Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United. AFP/Ian Kington

Crystal Palace og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir leikinn er Manchester United í 11. sæti með 7 stig en Crystal Palace er í 16. sæti með 3 stig og á enn eftir að vinna leik á þessu tímabil

Leikurinn fór fjörlega af stað en Manchester United átti fyrri hálfleikinn og var í rauninni spilað á eitt mark.

Á 10. mínútu komst Alejandro Garnacho einn í gegn en Dean Henderson í marki Crystal Palace varði vel í horn.

Það var á 28. mínútu þegar að United afrekaði það að skjóta í þverslána tvisvar í sömu sókninni. Fyrst var það Alejandro Garnacho og svo Bruno Fernandes sem fékk frákastið og boltinn aftur í slána.

Crystal Palace vaknaði örlítið til lífsins á 44 mínútu þegar Eberechi Eze fékk líklega besta færi hálfleiksins eftir góða sókn en skot hans fór beint á André Onana í marki United og staðan 0:0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var rólegri en það voru Palace-menn sem fengu fyrsta færið á 65. mínútu. Eftir gott samspil fékk Eddie Nketiah gott færi sem Onana varði vel en Ismaila Sarr tók frákastið og skallaði að marki en Onana var fljótur upp og varði frábærlega.

Besta færi leiksins kom svo á 72. mínútu þegar Eze og Nketiah spila vel sín á milli og Eze fær boltann út í miðjan vítateig en skotið fer rétt framhjá stönginni.

Þar við sat og 0:0 niðurstaðan á Selhurst Park.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Liverpool 3:0 Bournemouth opna
90. mín. Leik lokið Sannfærandi sigur heimamanna staðreynd!
KA 2:0 Víkingur R. opna
90. mín. Bjarni Aðalsteinsson (KA) fær gult spjald Enn eru KA-menn að taka á sig spjöld þegar Víkingar eru að komast í hættulega stöðu.

Leiklýsing

Crystal Palace 0:0 Man. United opna loka
90. mín. Eberechi Eze (Crystal Palace) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert