Samningaviðræðurnar ganga illa

Kyle Walker-Peters í baráttu við Marcus Rashford.
Kyle Walker-Peters í baráttu við Marcus Rashford. AFP/Darren Staples

Enski knattspyrnumaðurinn Kyle Walker-Peters mun væntanlega yfirgefa herbúðir Southampton eftir tímabilið.

Hann hefur verið í samningaviðræðum við félagið undanfarna mánuði en þær miðað lítið áfram. Verður hann samningslaus eftir tímabilið.

Walker-Peters, sem er 27 ára, kom til Southampton frá Tottenham  árið 2020. Hann hefur leikið 140 deildarleiki með Southampton og skorað í þeim tvö mörk.

Hann féll með Southampton-liðinu á þarsíðustu leiktíð en hjálpaði því að komast upp í ensku úrvalsdeildina þar sem liðið er nýliði á tímabilinu. Hann á tvo leiki fyrir enska A-landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert