Liverpool - Bournemouth, staðan er 3:0

Darwin Núnez og Luis Díaz fagna marki þess síðarnefnda í …
Darwin Núnez og Luis Díaz fagna marki þess síðarnefnda í dag. AFP/Paul Ellis

Liverpool vann sannfærandi sigur á Bournemouth, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield-vellinum í Liverpool-borg í dag.

Gestirnir frá suðurströndinni byrjuðu af krafti og héldu að þeir hefðu skorað fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu. Antoine Semenyo stýrði boltanum þá í netið af stuttu færi eftir skot Justins Kluivert en var fyrir innan og VAR dæmdi markið af.

Liverpool-menn unnu sig hægt og rólega betur inn í leikinn og voru fljótlega komnir með yfirhöndina. Luis Díaz, líflegasti maður liðsins, skoraði fyrsta markið á 27. mínútu eftir slæm mistök Kepa Arrizabalaga í marki Bournemouth. Ibrahima Konate átti þá langa sendingu fram völlinn, aftur fyrir vörn gestanna þar sem Díaz var fyrstur á boltann og fór auðveldlega framhjá Kepa sem var í skógarhlaupi út úr teignum. Díaz átti svo í engum vandræðum með að setja boltann í autt markið og koma heimamönnum yfir.

Tveimur mínútum síðar var Díaz svo aftur á ferðinni. Trent Alexander-Arnold bar boltann þá upp allan völlinn, að teig gestanna og lagði hann svo til vinstri á Díaz sem kláraði mjög vel á milli fóta Kepa af stuttu færi.

Næst var röðin komin að Darwin Núnez sem fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu. Á 37. mínútu kom löng sending fram sem Núnez skallaði skemmtilega í fæturnar á Mohamed Salah, sem setti hann aftur á Núnez í hlaupi upp hægri vænginn. Hann rak boltann upp að vítateignum, setti hann á vinstri fótinn og smellti honum síðan glæsilega í fjærhornið, stöngin inn.

Það voru því heimamenn sem leiddu með þremur mörkum í hálfleik en liðið hefði hæglega getað skorað fleiri mörk, þar sem gestirnir voru oft á tíðum galopnir þegar heimamenn sóttu hratt.

Í seinni hálfleiknum var öllu rólegra yfir leiknum en Liverpool-menn léku af skynsemi þremur mörkum yfir. Bæði lið fengu hálffæri og góðar stöður til að skapa góð færi en fleiri mörk fengum við hins vegar ekki. 

Með sigrinum fer Liverpool á topp deildarinnar, tímabundið í það minnsta. Liðið er með 12 stig, líkt og Manchester City og Aston Villa, en City á leik til góða. Bournemouth er í 13. sæti deildarinnar með 5 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KA 2:0 Víkingur R. opna
90. mín. Bjarni Aðalsteinsson (KA) fær gult spjald Enn eru KA-menn að taka á sig spjöld þegar Víkingar eru að komast í hættulega stöðu.
Crystal Palace 0:0 Man. United opna
90. mín. Maxence Lacroix (Crystal Palace) fær gult spjald

Leiklýsing

Liverpool 3:0 Bournemouth opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbót.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert