Sir Alex á níræðisaldri: Sakna þess stundum

Sir Alex Ferguson saknar þess að vera á hliðarlínunni.
Sir Alex Ferguson saknar þess að vera á hliðarlínunni. AFP/Darren Staples

Sir Alex Ferguson, sem er að mörgum talinn besti knattspyrnustjóri sögunnar, saknar þess enn að vera í kringum fótboltann þrátt fyrir að hann sé orðinn 82 ára.

Ferguson hætti sem stjóri Manchester United árið 2013 eftir að hann gerði liðið að Englandsmeistara í þrettánda skipti.

„Ég sakna þess stundum að vera á hliðarlínunni. Ég fór með eiginkonunni á úrslitaleik Meistaradeildarinnar, eftir að ég hætti, og sagði við hana að þetta væru leikirnir sem ég sakna.

Stóru leikirnir, úrslitaleikirnir. Það er einhver tilfinning sem ég tengi vel við sem kemur upp á þeim. Þetta er tilfinning sem ég væri til í að finna fyrir alla daga,“ sagði hann við BBC Brekfast.

Ferguson hefur verið tíður gestur á leikjum Manchester United síðan hann hætti, en liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari frá brotthvarfi Skotans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert