Trent: Mikilvægasti hluturinn er bikarar

Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. AFP/Darren Staples

Trent Alexander-Arnold, enskur landsliðsmaður og leikmaður Liverpool, segir að það að vinna bikara sé mikilvægast í ákvörðunarferlinu um framlengingu á samningi sínum hjá félaginu. 

Samningur Alexander-Arnold, sem er að verða 26 ára á árinu, rennur út næsta sumar hjá Liverpool.  

„Ég hef alltaf sagt að mig langar að vera fyrirliði félagsins. Það er markmiðið mitt. Hvort það mun gerast er ekki í mínum höndum, sagði Alexander-Arnold.  

 „Mikilvægasti hluturinn er alltaf bikarar. Mig langar að vinna bikara,“ sagði Alexander-Arnold aðspurður hvað væri mikilvægast í ákvörðunarferlinu.   

Liverpool hefur byrjað tímabilið vel en liðið situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 12 stig.  

Við byrjum tímabilið vel þótt stutt sé liðið á það, en við þurfum mikinn stöðugleika. Þetta á eftir að vera erfitt en við ætlum að vinna eins marga bikara og við getum, sagði Alexander-Arnold.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert