Chiesa gæti byrjað

Federico Chiesa í leik Liverpool gegn Bournemouth.
Federico Chiesa í leik Liverpool gegn Bournemouth. AFP/Paul Ellis

Arne Slot segir ítalska landsliðsmanninn Federico Chiesa vera heilan og tilbúinn að spila í byrjunarliði Liverpool. Alisson Becker verður ekki með liðinu í deildabikarnum gegn West Ham annað kvöld.

Chiesa hefur ekki enn byrjað inn á hjá Liverpool síðan hann kom til félagsins frá Juventus í sumar en Slot segir að hann geti vel byrjað leik. „Ég held að hann geti ekki spilað í 90 mínútur, hann hefur bara spilað í 25 mínútur í mesta lagi í þrjá eða fjóra mánuði,“ sagði Hollendingurinn á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og West Ham sem fram fer á morgun.

„Ég held að hann hafi ekki spilað æfingaleiki með Juventus áður en hann kom til okkar en hann getur byrjað inn á,“ sagði Slot einnig áður en hann staðfesti að Alisson yrði fjarverandi á morgun.

Caoimhin Kelleher leysti Brasilíumanninn af hólmi í sigri Liverpool á Bournemouth um helgina og mun gera það aftur á morgun. Slot segir Alisson vera í kapphlaupi við tímann ætli hann sér að spila gegn Wolves á Molineux um helgina.

Arne Slot.
Arne Slot. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert