„Þrátt fyrir að við séum búnir að tala um að Liverpool sé orðið rólegra í sinni nálgun á leikina þá skora þeir tvö mörk eftir langan sendingu fram völlinn,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Vellinum á Síminn Sport.
Liverpool vann sannfærandi sigur gegn Bournemouth, 3:0, í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn en liðið er í öðru sæti deildarinnar með 12 stig, stigi minna en topplið Manchester City.
„Þetta gerir Liverpool að þeirri ofboðslegu ógn sem þeir eru,“ sagði Bjarni.
„Síðasta tímabili hefði þessi boltið farið yfir stúkuna hjá Darwin Núnez,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þá.
„Þó að Núnez hafi ekki byrjað fyrstu leikina þá hefur maður heyrt af því að fyrsta símtalið sem Arne Slot átti hafi verið við Núnez til þess að sannfæra hann um það að hann væri hans maður,“ sagði Eiður Smári.