Þrír kærðir fyrir ofsafengin mótmæli

Morgan Gibbs-White gengur svekktur af velli eftir að hann fékk …
Morgan Gibbs-White gengur svekktur af velli eftir að hann fékk rauða spjaldið. AFP/Justin Tallis

Knattspyrnumaðurinn Morgan Gibbs-White hjá Nottingham Forest hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu, eins og stjóri hans Nuno Espirito Santo og Fabian Hurzeler stjóri Brighton.

Gibbs-White fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 83. mínútu er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Hann mótmælti dómnum við bæði dómarann og fjórða dómara.

Eftir atvikið fengu þeir Espirito Santo og Hurzeler einnig reisupassann fyrir mótmæli og rifrildi. Þeir eru allir komnir í eins leiks bann en gætu átt yfir höfði sér frekari refsingu.

Gibbs-White og Espirito Santo verða ekki með Forest á heimavelli gegn Fulham um næstu helgi á meðan Hurzeler verður ekki á hliðarlínunni er Brighton mætir Chelsea á útivelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert