Corriere dello Sport greinir frá því að nýir eigendur Everton vilji ráða Maurizio Sarri sem knattspyrnustjóra félagsins.
Friedkin Group á einnig ráðandi hlut í Roma og þekkja því ítalska markaðinn vel. Sarri sagði upp starfi sínu hjá erkifjendum Roma í Lazio í mars en samningur Sean Dyche, núverandi knattspyrnustjóra Everton, rennur út næsta sumar.
Sarri hefur áður stýrt Chelsea, Napoli og Juventus meðal annars.
Everton er í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með eitt stig eftir fimm leiki.