Vandræði bak við tjöldin hjá Newcastle

Eddie Howe er sagður vera óánægður með yfirmann sinn hjá …
Eddie Howe er sagður vera óánægður með yfirmann sinn hjá Newcastle. AFP/Andy Buchanan

Jamie Carragher segir komu Paul Mitchell sem yfirmanns knattspyrnumála hjá Newcastle ekki hafa hjálpað Eddie Howe, knattspyrnustjóra félagsins.

Newcastle gekk illa á leikmannamarkaðnum í sumar en þetta var fyrsti félagskiptagluggi Mitchell. Howe er sagður óánægður með leikmannahópinn en hann vildi styrkja liðið frá síðasta tímabili.

„Það sem ég heyri frá mönnum í fótboltaheiminum er að Mitchell hafi komið inn og reynt að fá yfirmenn sína til að róa niður væntingar til liðsins,“ sagði Carragher í The Overlap-þættinum á Sky Sports.

Áætlun Mitchell er sögð vera að ná árangri til lengri tíma en ekki að kaupa skjótfenginn árangur. Eddie Howe er sagður óánægður með að liðið sé ekki styrkt en hann er af flestum talinn hafa staðið sig vel í starfi eftir komuna frá Bournemouth.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert