Sterkur útisigur kom Liverpool á toppinn

Liðsmenn Liverpool fagna sigurmarki Mohamed Salah.
Liðsmenn Liverpool fagna sigurmarki Mohamed Salah. AFP/Paul Ellis

Wolves tók á móti Liverpool í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Leikið var á Moulineux vellinum í Wolverhampton og endaði leikurinn með sigri Liverpool, 2:1.

Eftir sigurinn er Liverpool á toppi deildarinnar með fimmtán stig en Wolves situr enn á botninum með eitt stig.

Leikurinn fór rólega af stað og var ekki mikið um opin marktækifæri fyrsta hálftímann eða svo. Á 40. mínútu átti Andrew Robertson frábæra fyrirgjöf á Dominik Szoboszlai sem skaut að marki frá markteig heimamanna. Sam Johnstone, markvörður Wolves, gerði mjög vel í markinu og náði að verja skot Ungverjans í hornspyrnu.

Ibrahima Konaté fagnar marki sínu í dag. Í bakgrunni er …
Ibrahima Konaté fagnar marki sínu í dag. Í bakgrunni er fyrirliði Liverpool, Virgil van Dijk. AFP/Paul Ellis

Á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Ibrahima Konaté gestunum yfir með flottu skallamarki af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf frá Diogo Jota.

Heimamenn jöfnuðu á 57. mínútu með skrípamarki eftir mistök í vörn Liverpool. Ibrahima Konaté ætlaði þá að skýla boltanum og beið hann eftir að Alisson tæki boltann. Brasilíumaðurinn í markinu hikaði og Jörgen Strand Larsen kom boltanum fyrir markið á Rayan Ait Nouri sem skoraði fyrir Úlfana.

Rayan Ait Nouri fagnar jöfnunarmarki sínu í dag.
Rayan Ait Nouri fagnar jöfnunarmarki sínu í dag. AFP/Paul Ellis

Staðan var ekki lengi jöfn því á 61. mínútu skoraði Mohamed Salah úr vítaspyrnu sem Diogo Jota hafði fiskað. Nelson Semedo braut þá á Jota innan teigs, Egyptinn fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi og Liverpool aftur komið yfir, 2:1.

Meira var ekki skorað í leiknum og Liverpool situr á toppi deildarinnar en Úlfarnir eru í botnsætinu.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Wolves 1:2 Liverpool opna loka
90. mín. +5 - Lítið gerst í uppbótartímanum. Liverpool virðist ætla að ná að landa sigrinum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka