Fernandes tjáir sig um rauða spjaldið

Bruno Fernandes á leiðinni í búningsklefann eftir að hafa fengið …
Bruno Fernandes á leiðinni í búningsklefann eftir að hafa fengið beint rautt spjald. AFP/Paul Ellis

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fékk rautt spjald í 3:0-tapi liðsins gegn Tottenham í dag. Portúgalinn var ekki sáttur með dóminn.  

Þetta er augljóst brot en aldrei rautt spjald, sagði Fernandes í viðtali við Sky Sports eftir leik. 

Fernandes braut á James Maddison undir lok fyrri hálfleiks og gaf Chris Kavanagh Fernandes beint rautt spjald.  

Meira að segja Maddison sagði að þetta væri brot en ekki rautt spjald. Þú getur séð að þetta er ekki rautt og ef þetta er rautt, þá þarftu að skoða mörg önnur atvik, sagði Fernandes. 

„Snertingin er ekki mikil. Ef dómarinn vill gefa mér gult þar sem þetta er skyndisókn, þá er ég sammála. Ég skil ekki að VAR kalli ekki á dómarann að skoða þetta í skjánum. Að mínu mati er þetta ekki góð ákvörðun, sagði Fernandes. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert