Knattspyrnumaðurinn Oliver Heiðarsson, markahæsti leikmaður 1. deildarinnar á nýliðinni leiktíð, er þessa dagana á Englandi þar sem hann æfir með varaliði enska B-deildarfélagsins Watford.
Hann mun síðan halda til Liverpool um næstu helgi og æfa með varaliði Everton. Oliver sagði frá tíðindunum á fótbolta.net.
Mörk Olivers hjálpuðu ÍBV að vinna 1. deildina á nýliðinni leiktíð og tryggja sér sæti í Bestu deildinni.
Oliver er sonur Heiðars Helgusonar, sem lék lengi með Watford. Þá lék Heiðar með Sean Dyche stjóra Everton.