Hraunar yfir ten Hag og einn leikmann

Sætið hjá Erik ten Hag er orðið býsna heitt eftir …
Sætið hjá Erik ten Hag er orðið býsna heitt eftir vont tap gegn Tottenham. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Paul Scholes er allt annað en sáttur við stöðuna á Manchester United þessa dagana.

Scholes var allan ferilinn hjá United og er goðsögn hjá félaginu. Hann ræddi við Gary Neville í hlaðvarpinu The Overlap. Gagnrýndi hann hollenska varnarmanninn Matthijs de Ligt sérstaklega, eftir 3:0-tapið gegn Tottenham á sunnudag. 

„Þegar þú kaupir leikmenn eiga þeir að vera betri en þeir sem eru þegar hjá félaginu. De Ligt er ekkert betri en Harry Maguire,“ sagði Scholes og hélt áfram.

„Það er eins og þetta lið sé ekkert þjálfað. Þú veist aldrei hvernig það reynir að spila. Við höfum enga hugmynd þegar við horfum á United í dag,“ sagði Scholes og skaut í leiðinni á knattspyrnustjórann Erik ten Hag, sem er orðinn valtur í sessi á Old Trafford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert