Margrét Lára Viðarsdóttir hrósaði Cole Palmer, aðalmanni enska knattspyrnuliðsins Chelsea, í hástert eftir frammistöðu hans gegn Brighton í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Margrét Lára var ásamt Eiði Smára Guðjohnsen gestur Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.
Ræddu þau meðal annars um Palmer sem skoraði öll fjögur mörk Chelsea í 4:2-sigri á Brighton. Palmer hefur byrjað tímabilið frábærlega og skorað sex mörk og lagt upp fjögur í tíu leikjum.
„Þessi strákur er ofboðslega flottur. Ég sá nú viðtal við sjórann hans eftir leiki helgarinnar og hann var að tala um hversu mikið niður á jörðinni hann er,“ sagði Margrét Lára meðal annars en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.