Arsenal of stór biti fyrir nýliðana

Arsenal mætir taplaust til leiks gegn Southampton í dag.
Arsenal mætir taplaust til leiks gegn Southampton í dag. AFP/Paul Ellis

Arsenal vann verðskuldaðan sigur gegn nýliðum Southampton, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í Norður-Lundúnum í dag. 

Úrslitin þýða að Arsenal situr áfram í þriðja sæti með 17 stig. Southampton er í 19. sæti með eitt stig. 

Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna. Arsenal-menn ógnuðu af miklum krafti og pressuðu Southampton stíft sem varla komst af sínum eigin vallarhelmingi. 

Arsenal skapaði þó engin alvöru færi í fyrri hálfleik enda voru gestirnir þéttir fyrir.

Raheem Sterling fékk besta færi fyrri hálfleiksins eftir góða skyndisókn. Kai Havertz fann Sterling í teignum sem átti skot en Jan Bednarek kom í veg fyrir skotið með hausnum sínum á hetjulegan hátt. 

Markalaust í hálfleik eftir mikla yfirburði Arsenal-manna.   

Southampton komst óvænt yfir á 55. mínútu. Mateus Fernandes kom með góðan sendingu inn fyrir á Cameron Archer, sem rakti boltann að markinu og skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. 

Arsenal var ekki lengi að jafna metin en á 58. mínútu skoraði Kai Havertz. Bukayo Saka vann boltann ofarlega á vellinum, gaf boltann á Havertz sem skoraði með góðu skoti, stöngin inn. 

Á 68. mínútu tók Arsenal forystuna eftir mark frá varamanninum Gabriel Martinelli. Það kom eftir stórkostlega sendingu frá Bukayo Saka á Martinelli á fjærstönginni sem skoraði af stuttu færi. 

Southampton var í tvígang nálægt því að jafna metin en báðar tilraunir enduðu í tréverkinu. Tyler Dibling átti gott skot af löngu færi sem fór af varnarmanni og þaðan í stöngina. Í hornspyrnunni sem fylgdi eftir skallaði Taylor Harwood-Bellis í David Raya og þaðan í þverslána.

Bukayo Saka innsiglaði sigur Arsenal á 88. mínútu með marki. Leandro Trossard missti boltann frá sér og fór boltinn af Yukinari Sugawara beint fyrir fætur Saka sem skoraði af öryggi.  

Mörkin urðu ekki fleiri og lokaniðurstöður 3:1-sigur Arsenal-manna. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Crystal Palace 0:1 Liverpool opna
90. mín. Leik lokið Heldur betur torsóttur sigur Liverpool sem styrkir stöðu sína á toppnum!
Þór/KA 0:1 Víkingur R. opna
90. mín. Margrét Árnadóttir (Þór/KA) fær gult spjald Fyrir mótmæli.
FH 0:3 Þróttur R. opna
90. mín. Leik lokið
Fram 2:4 Vestri opna
90. mín. Jeppe Gertsen (Vestri) fær gult spjald +5.
Valur 0:0 Breiðablik opna
45. mín. Hálfleikur Markalaust í hálfleik. Ekki mikið um opin færi. Klassískur úrslitaleikur, mikið undir og liðin nokkuð varklár.

Leiklýsing

Arsenal 3:1 Southampton opna loka
90. mín. Yukinari Sugawara (Southampton) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka