Leikmaður Chelsea í bann?

Nicolas Jackson gæti átt yfir höfði sér leikbann.
Nicolas Jackson gæti átt yfir höfði sér leikbann. AFP/Henry Nicholls

Knattspyrnumaðurinn Nicolas Jackson, framherji enska liðsins Chelsea, gæti átt yfir höfði sér leikbann vegna atviks í leik liðsins gegn Nottingham Forest á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Upp úr sauð í seinni hálfleik er 15-20 leikmenn og meðlimir í þjálfarateymum liðanna tókust á. Marc Cucurella og Neco Williams voru einu leikmennirnir sem fengu spjald, þrátt fyrir að Jackson virtist slá til Morato.

Myndbandsdómarar leiksins sáu atvikið en ákváðu að aðhafast ekkert. Enska knattspyrnusambandið mun þó skoða það frekar og gæti Jackson átt yfir höfði sér bann, ákveði sambandið að kæra hann fyrir athæfið.

Chelsea þurfti að reiða fram 25.000 pund í sekt eftir leikinn, þar sem sex leikmenn liðsins fengu gult spjald í leiknum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert