Manchester City ætlar að fylla stóra skarðið

Rodri sleit krossband gegn Arsenal.
Rodri sleit krossband gegn Arsenal. AFP/Oli Scarff

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City hafa lagt til hliðar um 80 milljónir punda til þess fjárfesta í nýjum miðjumanni þegar janúarglugginn verður opnaður.

Það er Football Insider sem greinir frá þessu en Rodri, miðjumaður liðsins, er með slitið krossband og leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Rodri, sem er 28 ára gamall, hefur verið einn besti leikmaður heims undanfarin ár og á stóran þátt í velgengni City á síðustu árum.

City menn eru strax byrjaðir að sakna hans en frá því að hann meiddist hefur City fengið 5 stig af 9 mögulegum í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert