Eiður Smári: Óskiljanlegt hjá Liverpool

„Maður hefur það oft á tilfinningunni að þetta sé aðeins of auðvelt hjá honum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um Virgil van Dijk, varnarmann Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Liverpool er það lið sem hefur fengið fæst mörk á sig í úrvalsdeildinni á tímabilinu eða tvö talsins en van Dijk verður samningslaus næsta sumar og hefur lítið heyrst af samningaviðræðum félagsins við leikmanninn.

„Það er eins og hann vilji stundum lenda undir pressu, bara til þess að búa til smá leik,“ sagði Eiður Smári.

„Það er óskiljanlegt að Liverpool sé ekki búið að taka þá ákvörðun að semja við hann til langs tíma,“ sagði Eiður Smári meðal annars en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert