Cole Palmer var í dag útnefndur besti leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Palmer, sem er sóknarmaður Chelsea, lék fjóra leiki í mánuðinum, skoraði fimm mörk og lagði upp eitt. Hann skoraði fjögur mörk í einum og sama leiknum gegn Brighton.
Knattspyrnustjórinn hans Enzo Maresca var svo útnefndur stjóri septembermánaðar. Chelsea vann þrjá af fjórum leikjum sínum í september og lék afar vel.
Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Liverpool.