Guardiola: Hef ekki ákveðið neitt

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. AFP/Oli Scarff

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist ekki vera búinn að ákveða hvar framtíð hans liggur. Samningur Guardiola hjá City rennur út næsta sumar.  

„Ég þarf tíma til að hugsa og ákveða hvað ég vill gera,“ sagði Guardiola í viðtali við Che Tempo Che Fa.  

Enn á eftir að finna þjálfara fyrir enska landsliðið en Gareth Southgate hætti með landsliðið eftir Evrópumótið í sumar.  

„Það er ekki satt. Ég er stjóri Manchester City,“ sagði Guardiola aðspurður hvort hann væri að taka við enska landsliðinu. „Ég hef ekki ákveðið neitt, allt getur gerst,“ sagði Guardiola. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert