Þýski stjórinn hafnaði Manchester United

Sebastian Hoeness.
Sebastian Hoeness. AFP/Thomas Kienzle

Sebastian Hoeness, knattspyrnustjóri Stuttgart í þýsku 1. deildinni, hafði ekki áhuga á því að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United í sumar.

Það er þýski miðillinn Bild sem greinir frá þessu en forráðamenn United settu sig í samband við Þjóðverjann, sem er 42 ára gamall, í sumar.

Í staðinn ákváðu forráðamenn United svo að framlengja samning Hollendingsins Eriks ten Hag til næstu tveggja ára.

Hoeness gerði frábæra hluti með Stuttgart á síðustu leiktíð þar sem liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni.

United hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu og situr sem stendur í 14. sæti úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir fyrstu sjö umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert