Tveir snúa aftur eftir krossbandaslit

Tyrone Mings var borinn af velli í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar …
Tyrone Mings var borinn af velli í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. AFP/ Ian Hodgson

Knattspyrnumennirnir Tyrone Mings og Boubacar Kamara, leikmenn Aston Villa, gætu báðir spilað í fyrsta sinn í langan tíma um komandi helgi eftir að þeir jöfnuðu sig á alvarlegum hnémeiðslum.

Mings sleit krossband í hné í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og Kamara gerði slíkt hið sama í febrúar síðastliðnum.

Endurhæfing Mings hefur gengið verr þar sem 14 mánuðir eru síðan hann spilaði síðast en rúmir átta mánuðir eru síðan Kamara meiddist.

Á fréttamannafundi í dag sagði Unai Emery, knattspyrnustjóri Villa, að báðir væru þeir klárir í slaginn og gætu verið í leikmannahópnum þegar liðið heimsækir Fulham í úrvalsdeildinni á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka