Tottenham setti í annan gír í seinni og ljótt rautt spjald

Mohammed Kudus í liði West Ham, númer 14, gjörsamlega missti …
Mohammed Kudus í liði West Ham, númer 14, gjörsamlega missti hausinn. AFP/Benjamin Cremel

Tottenham hafði betur gegn West Ham, 4:1, í áttundu umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á Tottenham-vellinum í Norður-Lundúnum í dag. 

Tottenham er komið í sjötta sætið með 16 stig en West Ham er í 14. sæti með átta stig. 

Mohammed Kudus kom West Ham yfir snemma í fyrri hálfleik, 0:1. 

Dejan Kulusevski jafnaði hins vegar á 36. mínútu, 1:1 sem voru hálfleikstölur. 

Í byrjun seinni hálfleiks setti Tottenham í annan gír en þá skoruðu heimamenn þrjú mörk á sjö mínútu. 

Fyrst skoraði Yves Bissouma á 53. mínútu, síðan var sjálfsmark á 55. mínútu og loks skoraði fyrirliðinn Son Heung-min á 60. mínútu, 4:1. 

Mohammed Kudus markaskorari West Ham fékk síðan rautt spjald fyrir að slá varnarmann Tottenham Micky van de Ven í andlitið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert