Gakpo fær stórt tækifæri – gleðifréttir fyrir Chelsea

Cody Gakpo er í byrjunarliði Liverpool.
Cody Gakpo er í byrjunarliði Liverpool. AFP/Paul Ellis

Hollendingurinn Cody Gakpo er í byrjunarliði Liverpool sem mætir Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á Anfield klukkan 15.30. 

Gakpo og Kólumbíumaðurinn Luis Díaz hafa verið að berjast um vinstri kantstöðuna en Díaz hefur byrjað flest alla leiki tímabilsins í deild. Þá er Curtis Jones í byrjunarliðinu í stað Alexis Mac Allister, sem er tæpur.

Gleðifréttir fyrir Chelsea eru þær að fyrirliði liðsins Reece James er klár í slaginn og byrjar í hægri bakverðinum. Þá er Enzo Fernández varafyrirliði settur á bekkinn fyrir Romeo Lavia. 

Byrjunarliðin í heild sinni: 

Liverpool: (4-3-3)

Mark: Caoimhín Kelleher
Vörn: Trent Alexander-Arnold, Ibrahima Konaté, Virgil van Dijk, Andrew Robertson
Miðja: Ryan Gravenberch, Dominik Szoboszlai, Curtis Jones
Sókn: Mohamed Salah, Diogo Jota, Cody Gakpo

Chelsea: (4-3-3)

Mark: Robert Sánchez
Vörn: Reece James, Tosin Adarabioyo, Lewi Colwill, Malo Gusto
Miðja: Moisés Caicedo, Cole Palmer, Romeo Lavia
Sókn: Noni Madueke, Nicolas Jackson, Jadon Sancho

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert