Eiður Smári Guðjohnsen er eini Íslendingurinn til að hafa skorað þrennu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Í Vellinum á Símanum sport var rifjað upp þrennu Eiðs sem hann skoraði gegn Blackburn haustið 2004.
Eiður rifjar upp að José Mourinho, stjóri Chelsea á þeim tíma, hafi sagt eftir á að hann hafi ekki átt sinn besta leik, þrátt fyrir að hafa skorað þrennu.
„Hvað á ég að gera meira?“ Spurði Eiður á léttu nótunum.
Þrennuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.