Eiður Smári: Stórfurðulegt dæmi

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum Sport síðastliðið mánudagskvöld. 

Þau ræddu 8. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu en meðal annars kom upp rauða spjald Mohamed Kudus, leikmanns West Ham, í tapinu gegn Tottenham. 

Kudus missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og sló til Micky van de Ven varnarmanns Tottenham. 

Þá sló hann einnig Pape Sarr eftir að allt varð vitlaust. 

„Þetta er bara stórfurðulegt dæmi,“ sagði Eiður Smári meðal annars en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert