Fjórir fjarverandi hjá Liverpool

Arne Slot hefur byrjað frábærlega sem knattspyrnustjóri Liverpool.
Arne Slot hefur byrjað frábærlega sem knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Ronny Hartmann

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti að fjórir leikmenn í hans hópi væru ekki leikfærir fyrir stóra slaginn gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer í Lundúnum seinnipart sunnudagsins.

Markvörðurinn Alisson Becker verður ekki tilbúinn alveg strax og Slot sagði að líklega yrði hann ekki með í að minnsta kosti næstu tveimur leikjum eftir Arsenal-leikinn.

Diogo Jota er örugglega úr leik, að sögn Hollendingsins, en þeir Federico Chiesa og Conor Bradley eru að jafna sig af meiðslum og gætu byrjað að æfa með liðinu í dag eða á morgun.

Slot sagði að þeir myndu hins vegar ekki vera tilbúnir í leikinn á sunnudaginn.

Liverpool er á toppi deildarinnar með 21 stig eftir átta umferðir en Manchester City er með 20 stig, Arsenal 17 og Aston Villa 17 í næstu sætum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert