Aston Villa og Bournemouth gerðu 1:1-jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í Birmingham í gær.
Aston Villa fékk mörg flott tækifæri en Mark Travers átti góðan dag í marki Bournemouth og hélt þeim inni í leiknum.
Travers átti til dæmis stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik eftir skemmtilega útfærða aukaspyrnu heimamanna sem lenti á Amadou Onana, hann stýrði boltanum með kassanum í átt að fjærhorninu en Travers varði vel.
Ross Barkley náði að koma boltanum fram hjá Travis á 76. mínútu en Evanilson jafnaði metin fyrir Bournemouth á sjöttu mínútu uppbótartímans.
Mörkin og fleiri svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.