Hinn 17 ára gamli Mikey Moore er í fyrsta sinn í byrjunarliði Tottenham í ensku úrvalsdeildinni eftir flotta frammistöðu með liðinu í Evrópudeildinni.
Moore var í byrjunarliði Tottenham í 1:0-sigri liðsins gegn AZ Alkmaar á fimmtudaginn og spilaði 87 mínútur.
James Maddison sagði í viðtali eftir sigurinn að frá 45. mínútu til 65. mínútu leiksins var eins og brasilíski Neymar væri á kantinum hjá Tottenham.
“I thought we had Neymar on the left wing!”
— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 24, 2024
James Maddison reacts to another win for Tottenham in the Europa League, and Mikey Moore's quality performance 👏
🎙: @JeffBrazier pic.twitter.com/L5takR9rH6
Moore er í byrjunarliði Tottenham sem mætir Crystal Palace klukkan 14.00 í dag. Heung-Min Son er vanalega í hans stöðu en hann er meiddur.